Foreldrar og börn

Ef upp koma vandamál milli barna og foreldra eða milli fjölskyldu og utanaðkomandi aðila er hægt að leita ráðgjafar á nokkrum stöðum.

Barnaheill

Sími: (+354) 553-9300

Barnaheill veitir símaráðgjöf á skrifstofutíma, á milli klukkan 9.00 og 16.00, í síma 553-9300. 

Félag um foreldrajafnrétti


Vímulaus æska og foreldrasíminn

Sími: (+354) 581-1799

Neyðarsími fyrir foreldra sem er opinn allan sólahringinn, alla daga ársins. Þjónustan fer fram á íslensku.


Hitt húsið

Pósthússtræti 3–5. 101 Reykjavík

Símar: (+354) 520-4611, 520-4621

Hjá Hinu húsinu er veitt alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk. Þar er að finna verkefnið Brú á milli menningarheima sem er ætlað ungu fólki (16–25 ára) af erlendum uppruna sem er búsett í Reykjavík. Íslendingar eru einnig velkomnir. Verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einagrun og styrkja einstaklinga við að aðlagast nýju samfélagi. Leiðbeinendurnir eru til þess að aðstoða ungt fólk. Hist er einu sinni í viku. Þá eru viðtalstímar kl. 9–15 alla virka daga.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina