Hjálparsími Rauða krossins - 1717

Hjálparsíminn 1717 er gjaldfrjáls sími, opinn allan sólarhringinn. Ekki kemur fram á símareikningi að hringt hafi verið í númerið. Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar úr gsm-símum.

Meðal markmiða Hjálparsímans er að hlusta á og veita fólki á öllum aldri ráðgjöf og stuðning, t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða vanlíðunar. Þá gegnir Hjálparsími Rauða krossins 1717 hlutverki upplýsingasíma þegar neyðarástand varir, svo sem eftir jarðskjálfta eða við eldgos þegar rýma þarf stór svæði.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina