Bílar - yfirlit

Ökutæki

  • Þeir sem eiga bíl þurfa að tryggja hann, borga af honum bifreiðagjöld og fara með hann reglulega í skoðun.
  • Þeir sem vilja flytja bíl til landsins þurfa að borga toll af bílnum, skrá hann hér á landi og fara með hann í skoðun.

Sjá nánar: TryggingarBifreiðagjöldSkráningu ökutækisSkoðun ökutækis

Ökuskírteini

Við dvöl hér á landi um stundarsakir gilda erlend ökuskírteini almennt. Meginreglan er hins vegar sú að sá sem hefur fasta búsetu á Íslandi (yfirleitt lögheimili) verður að hafa íslenskt ökuskírteini. Undanþágur frá þeirri reglu eru sem hér segir:

  • Ökuskírteini sem gefið er út Færeyjum eða ríkjum sem eru aðilar að EES veitir handhafa þess sömu réttindi og hann hefur samkvæmt ökuskírteininu í útgáfulandinu. Réttindin miða við gildistíma ökuskírteinisins, en þó ekki lengur en til sjötugs.
  • Ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem ekki er aðili að EES veitir handhafa þess rétt til að stjórna ökutæki á Íslandi í allt að einn mánuð eftir að hann fær lögheimilisskráningu hér á landi. Að þeim tíma loknum verður viðkomandi að hafa íslenskt ökuskírteini.

Almenn umsókn um ökuskírteini

  • Umsækjandi verður að hafa náð 17 ára aldri en getur þó hafið ökunám 16 ára.
  • Umsækjendur ökuskírteina þurfa að hafa íslenska kennitölu og hafa haft lögheimili á Íslandi í sex mánuði áður en að umsókn kemur.
  • Við umsókn gæti þess verið krafist að umsækjandinn leggi fram dvarlarleyfi nema að honum sé heimilt að dvelja löglega í landinu og á það til dæmis við um ríkisborgara hinna Norðurlandanna og ríkisborgara EES- og EFTA-ríkjanna.
  • Einnig gæti þess verið krafist að umsækjandinn færi sönnur á að hann hafi fasta búsetu á Íslandi.
  • Þess gæti verið krafist að umsækjandi færi sönnur á hver hann er og því er mikilvægt að hafa skilríki við höndina þegar umsókn er lögð fram.
  • Þegar sótt er um ökuskírteini ber umsækjanda að skila erlenda skírteininu til lögreglunnar. Hún sér svo um að senda það aftur til heimalandsins.

Sjá nánar: ÖkuskírteiniÖkuprófÖkunám - Ökuréttindi

Til baka, Senda grein, Prenta greinina