Réttindi

Réttindaflokkar

  • Almenn ökuréttindi eru tilgreind sem B-réttindi í ökuskírteini og veita réttindi til að stjórna ýmsum ökutækjum auk venjulegra bíla.

Flokkar ökuréttinda

  • Til að öðlast aukin ökuréttindi, svo sem réttindi á vörubíla, rútur, eftirvagna og til farþegaflutninga í atvinnuskyni þarf að sækja þar til gerð námskeið í ökuskólum.
  • Réttindi á vinnuvélar fást hjá Vinnueftirlitinu.

Réttindanámskeið hjá Vinnueftirlitinu

Endurnýjun

  • Almenn ökuréttindi gilda til 70 ára aldurs en eftir það þarf að endurnýja ökuréttindi reglulega. Endurnýjun ökuréttinda eldri borgara
  • Ef meira en tvö ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi verður að taka hæfnispróf áður en réttindin fást endurnýjuð.
  • Þeir sem sviptir hafa verið ökuleyfi verða að standast ökupróf að nýju ef svipting hefur staðið lengur en eitt ár.
  • Byrjendur með bráðabirgðaskírteini, sem sviptir eru ökuréttindum eða hljóta akstursbann, verða að sækja sérstakt námskeið og standast ökupróf til að fá ökuréttindi á ný.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina