Fjölmenningarsetur

FjölmenningarseturFjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

Verkefni Fjölmenningarseturs eru meðal annars að:

  • veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda,
  • miðla upplýsingum til innflytjenda um réttindi þeirra og skyldur,
  • fylgjast með þróun innflytjendamála í þjóðfélaginu, meðal annars með upplýsingaöflun, rannsóknum, greiningu og upplýsingamiðlun,
  • koma á framfæri við ráðherra, innflytjendaráð og önnur stjórnvöld ábendingum og tillögum um aðgerðir sem hafa það að markmiði að allir einstaklingar geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu óháð þjóðerni og uppruna.

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku (sjá símanúmer á forsíðu vefsins). Svarað er í upplýsingasímann á þriðjudögum frá klukkan 16:30-19:00 á viðkomandi tungumáli og samskipti eru bundin trúnaði. Þá er alltaf hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð með því að nota Hafðu samband' tengilinn á forsíðu vefsins. Pólskumælandi starfsmaður er á skrifstofunni fyrir hádegi alla daga en einnig er tekið við erindum á ensku og spænsku alla daga.

Fjölmenningarsetur er staðsett að Árnagötu 2-4 á Ísafirði en þjónustar allt landið. Skrifstofan er opin frá kl. 9-16 virkadaga og á skrifstofutíma er ávallt hægt að leita eftir upplýsingum á íslensku og ensku.

Fjölmenningarsetur (kort)

Árnagata 2-4, 400 Ísafjörður

Sími: +354 450-3090

Fax: +354 456-0215

Netfang: mcc@mcc.is /

fjolmenningarsetur@fjolmenningarsetur.is 

Til baka, Senda grein, Prenta greinina