Barnabætur
Barnabætur eru til þess ætlaðar að létta undir með barnafólki og jafna stöðu þess. Ákveðin upphæð er greidd til foreldra með hverju barni fram að 18 ára aldri.
-
Barnabætur er greiddar til foreldra sem eiga börn yngri en 18 ára.
-
Með hverju barni undir 7 ára aldri greiðist föst upphæð án tillits til tekna en annars eru barnabætur tekjutengdar og reiknaðar út frá tekjum liðins árs samkvæmt skattframtali.
-
Ekki þarf að sækja um barnabætur.
-
Upphæð barnabóta fer eftir tekjum foreldra, hjúskaparstöðu og barnafjölda.
-
Skattayfirvöld annast útreikning barnabóta sem grundvallast á skattframtali.
-
Fjársýsla ríkisins greiðir barnabætur út fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.
-
Barnabætur teljast ekki til tekna og eru ekki skattskyldar.
Um barnabætur á vef Ríkisskattstjóra