Fæðingar- og foreldraorlof

Foreldrar eiga rétt á launuðu orlofi við fæðingu barns, þegar það ættleiðir barn eða tekur barn í varanlegt fóstur. Foreldrar fá annað hvort orlofsgreiðslur eða fæðingarstyrk úr Fæðingarorlofssjóði en það fer eftir stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Einnig er hægt að taka foreldraorlof en það er ólaunað leyfi sem foreldrar geta fengið fram að 8 ára aldri barns.

Umsókn um fæðingarorlof

  • Sækja þarf um fæðingarorlof til Fæðingarorlofssjóðs hjá Vinnumálastofnun. Leiðbeiningar og eyðublöð er hægt að fá hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt.
  • Umsókn um fæðingarorlof þarf að skila inn í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag en þremur vikum fyrir ef sótt er um fæðingarstyrk.
  • Tilkynna þarf vinnuveitenda um fæðingarorlofið í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barnsins.

Lengd orlofs

  • Hvort foreldri um sig á rétt til fæðingarorlofs í þrjá mánuði. Foreldrar geta ekki nýtt fæðingarorlofið frá hvort öðru nema um sérstakar aðstæður sé að ræða. Það þýðir að annar aðilinn getur til dæmis ekki verið í fæðingarorlofi í 4 mánuði þó hinn sé aðeins í orlofi í 2 mánuði. Hins vegar eiga foreldrarnir sameiginlegan rétt á þremur mánuðum til viðbótar sem þeir geta skipt á milli sín að vild.
  • Réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks fellur niður við 18 mánaða aldur barns.

Ítarlegri upplýsingar má nálgast á vefsíðu Fæðingarorlofssjóðs og hjá Ísland.is

Greiðslur

  • Gert er ráð fyrir að þeir sem þiggja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði stundi ekki vinnu á meðan þær vara.
  • Greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldris á ákveðnu tímabili fyrir fæðingu barns. Greiðslur geta þó aldrei farið niður eða upp fyrir viss mörk sem ákveðin eru á hverjum tíma.

Foreldraorlof

  • Foreldraorlof er ólaunað orlof frá störfum sem hvort foreldri um sig getur tekið í allt að 13 vikur til að annast barn sitt. Þessi réttur fellur niður við 8 ára aldur barnsins. Orlofið má taka í einu lagi, skipta niður í styttri tímabil eða með minnkuðu starfshlutfalli. Foreldrar geta ekki framselt þennan rétt sín á milli þannig annað foreldrið nýti rétt hins til foreldraorlofs.
  • Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku foreldraorlofs í síðasta lagi 6 vikum áður en farið er í orlofið.

Ekki má segja barnshafandi konu eða starfsmönnum í fæðingar- og/eða foreldraorlofi upp starfi sínu, nema gildar og rökstuddar ástæður séu fyrir hendi.


Fæðingarorlofssjóður

Um fæðingarorlofsmál á vef velferðarráðuneytisinsTil baka, Senda grein, Prenta greinina