Börn til 12 ára aldurs

Börn, 12 ára og yngri, eiga ekki að vera á almannafæri eftir klukkan 20 nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Á tímabilinu 1. maí til 1. september mega þau vera úti til klukkan 22. Aldurinn miðast við árið sem barnið er fætt en ekki fæðingardag þess.

Réttindi barna

  • Barn hefur rétt til þess að þekkja báða foreldra sína.
  • Það er skylda foreldra að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og öðrum ógnum.
  • Barnið á að fá menntun í samræmi við hæfileika þess og áhugamál.
  • Foreldrar eiga að hafa samráð við barn sitt áður en ákvarðanir í málefnum þess eru teknar. Barnið á að fá að ráða meiru eftir því sem það verður eldra og þroskaðra.
  • Slys á börnum er tíð og því er það skylda fullorðinna að vera meðvituð um umhverfi barnsins. Þegar orsakir slysa eru skoðaðar kemur oft í ljós að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með forvörnum og fræðslu.

Barnaverndarnúmerið 112
Slysavarnir barna, á vef Landlæknisembættisins

Barnavernd og velferð barna

  • Markmið Barnaverndarlaga er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu, fái nauðsynlega aðstoð.
  • Lögin taka til allra barna sem eru á yfirráðasvæði íslenska ríkisins.

Barnaverndaryfirvöld eru:

Til baka, Senda grein, Prenta greinina