Hjúskapur og sambúð

Á Íslandi gilda ein hjúskaparlög og gilda þau jafnt um karl og konur, tvær konur og tvo karla.

Það þýðir að allir einstaklingar sem gefnir eru saman falla undir ein og sömu hjúskaparlögin og er prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga heimilt að gefa saman einstaklinga af sama kyni.

Hjónaband

 • Þegar fólk er orðið 18 ára getur það gengið í hjónaband (gift sig).
 • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur veitt yngra fólki undanþágu til þess að ganga í hjónaband.
 • Þeir aðilar sem hafa leyfi til að vígja fólk í hjónaband (gifta) eru prestar og forstöðumenn trúfélaga, sýslumenn og fulltrúar þeirra.
 • Hjónaband leggur skyldu á báða aðila á meðan hjónabandið er gilt, hvort sem hjónin búa saman eða ekki, og jafnvel þótt þau séu skilin að borði og sæng.
 • Í hjónaböndum á Íslandi hafa bæði konan og maðurinn sömu réttindi.
 • Skyldur þeirra gagnvart börnum og öðru sem tengist hjónabandi þeirra eru einnig þær sömu.
 • Ef maki deyr í hjónabandi, erfir hinn vissan hluta af eignum hans. Íslensk lög leyfa að maki sitji að óskiptu búi að mestu leyti. Þannig getur ekkjan eða ekkillinn búið áfram á heimili sínu eftir að makinn deyr.
 • Hjón eru ábyrg fyrir þeim skuldum sem hvort um sig stofnar til.

Um hjónavígslur á vef sýslumanna

Sambúð

 • Fólk sem býr í óvígðri sambúð hefur ekki framfærsluskyldu gagnvart hvort öðru og eru ekki lögerfingjar hvors annars.
 • Með óvígðri sambúð er átt við sambúð fólks aðra en hjónaband. Engin heildarlög gilda um óvígða sambúð og það fer eftir aðstæðum og málaflokkum hver réttindi sambúðarfólks eru.
 • Fólk í óvígðri sambúð getur skráð sambúð sína í þjóðskrá.
  Skráning sambúðar í þjóðskrá
 • Það getur skipt máli fyrir réttindi fólks hvort sambúðin er skráð eða ekki. Þegar sambúð er skráð öðlast fólk á ýmsan hátt skýrari stöðu gagnvart lögum en þeir sem ekki hafa skráð sambúð sína, en njóta þó ekki sömu réttinda og gift fólk.
 • Félagsleg réttindi sambúðarfólks eru oft háð því að það eigi barn saman, sambúð hafi staðið yfir í vissan tíma og sé skráð í þjóðskrá.

Um skráða sambúð á vef Þjóðskrár

Til baka, Senda grein, Prenta greinina