Samkynhneigðir

  • Á Íslandi gilda ein hjúskaparlög og gilda þau jafnt um karl og konur, tvær konur og tvo karla. Það þýðir að allir einstaklingar sem gefnir eru saman falla undir ein og sömu hjúskaparlögin og er prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga heimilt að gefa saman einstaklinga af sama kyni. Sjá nánari upplýsingar um hjúskap hér.
  • Samkynhneigðir hafa sama rétt og aðrir til að skrá sig í sambúð. Sjá hjúskap og sambúð.
  • Samkynhneigðir í hjónabandi eða staðfestri samvist mega ættleiða börn og eignast börn með tæknifrjóvgun, að uppfylltum þeim skilyrðum sem gilda um ættleiðingar barna, og hafa sama rétt og aðrir foreldrar ef þau eiga börn fyrir.
Upplýsingar og ráðgjöf gefa Samtökin '78

Til baka, Senda grein, Prenta greinina