Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019

12.1.2015 Fréttir

Velferðarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015–2019. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 13. janúar 2015.

Markmið framkvæmdaáætlunarinnar er að stuðla að samfélagi þar sem allir einstaklingar geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. 

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á netfangið postur@vel.is og skrifa í efnislínu: Umsögn vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda. Sjá nánar á vef Velferðarráðuneytisins

Senda grein