Þjónusta fyrir innflytjendur á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í Borgarbókasafninu

21.1.2015 Fréttir

Innflytjendur í Reykjavík munu áfram geta leitað ráðgjafar og upplýsinga frá og með 22. janúar í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu 15, á annarri hæð. Þjónustan er í boði á fimmtudögum frá kl. 14:00-16:00 á annarri hæð safnsins.

Innflytjendum sem vantar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar eða almenna ráðgjöf og upplýsingar um réttindi sín og skyldur geta mætt á bókasafnið án þess að panta tíma. Ráðgjafarnir tala íslensku, ensku, pólsku og arabísku. Þeir sem tala annað tungumál og þurfa á túlki að halda verða aðstoðaðir við það, en það þarf nokkurra daga fyrirvara til að útvega ókeypis túlkaþjónustu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Senda grein