Opinn fundur um Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar

20.3.2015 Fréttir

Tilkynning frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar


Miðvikudaginn 25. mars verður fundur í Ráðhúsinu þar sem farið verður yfir skipulag fjölmenningardagsins sem haldinn verður laugardaginn 9. maí .
Vesturgarður <vesturgardur@reykjavik.is>
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum viðburði eru hvattir til að koma.
 
Við erum að leita að sjálfboðaliðum sem vilja vinna með okkur að ýmsum verkefnum. Við erum að leita að fólki sem vill koma fram á skemmtun í Tjarnarbíó og Iðnó eða vera með atriði í skrúðgöngu.
 
Við erum einnig að taka á móti skráningum frá aðilum sem vilja hafa bás á fjölþjóðlegum markaði í Ráðhúsinu ofl.


 

Senda grein