Breyting varðandi útgáfu ES korta og tryggingayfirlýsinga

26.3.2015 Fréttir

Tilkynning frá Sjúkratryggingum Íslands:

Frá  og með 1. maí nk. verður eingöngu hægt að sækja um Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) á réttindagátt einstaklinga, ekki verður lengur boðið uppá að sækja kortin í Þjónustuver SÍ á Vínlandsleið. 

Kortin verða eingöngu send á lögheimili einstaklinga. Umsóknarsvæði á heimsíðu SÍ verður lokað frá og með þeim tíma.

Ef einstaklingar sækja of seint um kort eða hafa glatað korti þá verður hægt að sækja um bráðabirgðakort á réttindagátt einstaklinga frá og með 1. maí nk.

Sama gildir um tryggingayfirlýsingar vegna ferðalaga utan EES, námsmanna utan EES og tryggingayfirlýsingar til þriðjaríkisborgara (ekki ríkisborgarar Evrópulands) sem eiga ekki rétt á ES korti.

Umsóknir vegna tryggingayfirlýsinga verða aðgengilegar á réttindagátt einstaklinga eins og umsóknir um ES kort og bráðabirgðakort. Sjá heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands


Senda grein