Tölfræðiskýrsla 2014 komin út

21.5.2015 Fréttir

Tölfræðilegar upplýsingar Fjölmenningarseturs um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á Íslandi 2014 er komin út. Þetta er fjórða árið sem Fjölmenningarsetur tekur saman tölfræðiupplýsingar um stöðu innflytjenda og erlenda ríkisborga á Íslandi en einn liður í starfsemi Fjölmenningarseturs er að fylgjast með þróun innflytjendamála í þjóðfélaginu.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er:

Erlendum ríkisborgurum  fjölgaði um 9,4% ár milli áranna 2013 og 2014 og voru 22.744 í ársbyrjun 2014.  Ekki er stór munur á milli kynja þó karlar séu aðeins fleiri. Innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda voru 9,5% mannfjöldans í ársbyrjun 2014. Samtals eru þeir tæplega 31.000 talsins. Stærsti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi kemur frá Póllandi eða  45%. Flestir innflytjendur búa í Reykjavík, ríflega 14.000 manns eða rúm 11% íbúa borgarinnar

Hægt er að nálgast skýrsluna hér


 

Senda grein