Fræðslufundur um mansal á Ísafirði 11. júní 2015

8.6.2015 Fréttir

Undanfarna mánuði hefur verið boðið upp á fræðslufundi um mansal fyrir starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðildarfélaga hjá Starfsgreinasambandi Íslands ásamt fleiri hagsmunaaðilum víðs vegar. Hópurinn mun halda fund á Vestfjörðum þann 11. júníí 2015, klukkan 10:30 í samvinnu við Fjölmenningarsetur. Fundurinn verður staðsettur í Háskólasetri Vestfjarða. Hægt er að skrá sig í gegnum tölvupóst: mcc@mcc.is .

 

Hjá innanríkisráðuneytinu starfar samstarfshópur um mansal á Íslandi. Þar eiga sæti fulltrúar velferðarráðuneytis, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórans á Suðurnesjum, Reykjavíkurborgar og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hópurinn tók  frumkvæðið að fræðslufundum til afmarkaðra þjónustusvæða á landinu og er sú fræðsla liður í almennri vitundarvakningu meðal fagfólks að þekkja til helstu einkenna mansals og geta greint hugsanleg fórnarlömb.

 

Fyrirlesarar eru Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Edda Ólafsdóttir hjá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

 

Senda grein