Upplýsingar fyrir ríkisborgara Króatíu og aðstandendur þeirra

9.7.2015 Fréttir

Ríkisborgarar frá EES og EFTA ríkjum þurfa ekki dvalar- eða atvinnuleyfi á Íslandi en þurfa að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands. Aðstandandi EES eða EFTA borgara, sem er sjálfur ríkisborgari utan EES eða EFTA ríkis, hefur heimild til að dvelja á Íslandi sem og að ráða sig til starfa eða að starfa sem sjálfstætt starfandi einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði á Íslandi ef dvöl hans byggir á rétti ríkisborgara EES eða EFTA ríkis sem er búsettur hér á landi en sækja þarf um dvalarskírteini hjá Útlendingastofnun.

Gildistími dvalarskírteinis er fimm ár frá útgáfudegi eða jafnlangur dvalartíma EES- eða EFTA borgarans ef hann er styttri en fimm ár.

Nánustu aðstandendur ríkisborgara EES eða EFTA ríkis eru:

  • Makar eða sambúðarmakar.
  • Niðjar, þ.e. börn eða barnabörn hans eða maka, yngri en 21 árs og á hans framfæri.
  • Ættmenni, þ.e. foreldrar, ömmur og afar, hans eða maka og á framfæri viðkomandi.

Þeir aðstandendur króatískra ríkisborgara, sem eru ríkisborgara utan EES eða EFTA ríkis, og fengið hafa útgefið dvalar- og atvinnuleyfi þurfa að sækja um nýtt dvalarskírteini hjá Útlendingastofnun þar sem tímabundna atvinnuleyfið er bundið við ákveðinn vinnuveitanda.  Frá og með 1. júlí 2015 hafa þeir öðlast ótakmarkaðan rétt til starfa á Íslandi.

Sjá nánari upplýsingar hér: http://utl.is/index.php/rikisborgarar-ees-efta-og-adhstandendur-theirra

Ríkisborgarar Króatíu sem þegar hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi, og kennitölu því samfara, munu ekki þurfa að endurnýja þau leyfi eða að hafa dvalarleyfisskírteini til að staðfesta rétt til dvalar eða atvinnu hér á landi.

Senda grein