Frestur til að leggja fram umsókn fyrir Alþingi um íslenskan ríkisborgararétt er til og með 5. október 2015

25.8.2015 Fréttir

Alþingi hefur heimild til að veita íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði sem sett eru fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar í lögum nr. 100/1952 getur hann óskað eftir að umsókn hans verði lögð fyrir Alþingi. Umsóknir eru lagðar fyrir Alþingi tvisvar á ári, á vormánuðum og í desembermánuði.


Frestur til að leggja fram beiðni um að umsókn verði lögð fyrir Alþingi á haustmánuðum 2015 er til og með mánudagsins 5. október.


Auk umsóknar, fylgigagna og greiðslukvittunar þarf umsækjandi að skila inn skriflegri beiðni þar sem rökstutt er hvers vegna umsóknin skuli lögð fyrir Alþingi.

Sjá nánar á vef Útlendingastofnunar

 

Senda grein