Umsóknum um hæli á Íslandi fjölgar mikið á milli ára

8.9.2015 Fréttir

Umsóknir um hæli á Íslandi á þessu ári voru komnar upp í 154 þann 31. ágúst síðastliðinn og eru það 66% fleiri umsóknir en á sama tímabili í fyrra. Í ágústmánuði sóttu 49 einstaklingar um hæli eða jafnmargir og þrjá mánuðina þar á undan.  Umsækjendur eru af 32 þjóðernum og eru Albanir langfjölmennastir. Næstfjölmennastir eru umsækjendur frá Sýrlandi. Árið 2009 sóttu 35 einstaklingar um hæli á Íslandi og árið 2010 voru þeir 50.  Heildarfjöldinn í ár er varlega áætlaður samkvæmt frétt á vef Útlendingastofnunar, sjá nánar hér

Senda grein