18 verkefni fengu styrk úr Þróunarsjóði Innflytjendamála 2014

23.9.2015 Fréttir

Styrkjum úr Þróunarsjóði Innflytjendamála hefur verið úthlutað fyrir árið 2014, samtals 9,4 milljónum króna. Alls bárust 63 umsóknir sem er mikil aukning frá árinu áður þegar umsóknir voru 40 talsins.  18 verkefni fengu styrk. Tilgangur þróunarsjóðs innflytjenda er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Hægt er að lesa nánar um úthlutanir á heimasíðu Velferðarráðuneytisins

Senda grein