Hælisumsóknir aldrei verið fleiri

5.10.2015 Fréttir

Í ágúst og september kom til landsins ófyrirséður og fordæmalaus fjöldi fólks og sótti um hæli. Samtals sóttu 110 manns um hæli í þessum tveimur mánuðum. Það sem af er árinu 2015 hafa 218 manns sótt um hæli og er það mesti fjöldi sem nokkru sinni hefur komið til landsins í hælisleit á einu ári. Útlendingastofnun spáir að miðað við fjölgunina milli ára og þróun mála undanfarnar vikur megi búast við á bilinu 290 og 350 hælisleitendum á árinu. Sjá nánar á vef Útlendingastofnunar

 


Senda grein