Rúnar Helgi skipaður forstöðumaður Fjölmenningarseturs

16.12.2015 Fréttir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára, frá 1. janúar næstkomandi. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður stofnunarinnar frá 1. desember 2014.

Rúnar Helgi er mannfræðingur og kennari að mennt. Hann lauk B.A. prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1993, árið 1994 lauk hann kennaraprófi frá Háskóla Íslands og árið 1995 útskrifaðist hann með meistaraprófsgráðu í heilbrigðismannfræði frá SOAS háskólanum í London (The School of Oriental and African Studies). Auk þessa stundaði Rúnar Helgi diplómanám í geðmeðferðarfræði við háskólann í Sheffield. Rúnar Helgi hefur stundað kennslu- og fræðastörf um árabil og m.a. komið að skipulagi námsbrautar í samfélagstúlkun í samstarfi við Fjölmenningarsetur.

Sjá frétt á vef Velferðarráðuneytisins

Senda grein