Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2015-2016

21.12.2015 Fréttir

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:

Rannsóknar- og þróunarverkefni sem leggja áherslu á mannauðinn sem býr í innflytjendum og þann styrk sem innflytjendur færa íslensku samfélagi.

Rannsóknar- og þróunarverkefni sem stuðla að virkri þátttöku innflytjenda í samfélaginu og auka sýnileika þeirra.

Önnur rannsóknar- og þróunarverkefni koma einnig til álita.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2016.

Sjá nánar á vef Velferðarráðuneytisins

Senda grein