Metfjöldi umsókna um vernd á Íslandi árið 2015

20.1.2016 Fréttir

Á síðasta ári sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi eða tvöfalt fleiri en síðustu tvö árin á undan. Af þeim var 82 veitt hæli og voru þeir af 26 þjóðernum. Fjölmennastir voru Sýrlendingar, 17 talsins en þá eru ekki taldir með kvótaflóttamenn sem boðið var til landsins af stjórnvöldum. Næstfjölmennastir voru Rússar, 8 talsins,  og þar á eftir voru einstaklingar frá Íran, Úkraínu og Nígeríu en 6 einstaklingum var veitt vernd frá hverju landi fyrir sig.

Fjölmennasti hópurinn sem sótti um vernd var frá Albaníu

Nánari upplýsingar má finna á vef Útlendingastofnunar

Senda grein