Ráðstefnan Fræði og fjölmenning á morgun

5.2.2016 Fréttir

Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 fer fram í Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn 6. febrúar frá kl. 10-14.30. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Ráðstefnan er opin öllum og verður boðið upp á erindi á bæði íslensku og ensku.

Nánari upplýsingar um einstakar málstofur ráðtefnunnar má finna á eftirfarandi slóð: http://www.hi.is/adalvefur/dagskra_radstefnunnar_fraedi_og_fjolmenning_2016

 

Senda grein