Frestur til að leggja inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrir Alþingi er til og með 1. mars 2016

5.2.2016 Fréttir

Alþingi hefur heimild til að veita íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði sem sett eru fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar í lögum nr. 100/1952 getur hann óskað eftir að umsókn hans verði lögð fyrir Alþingi. Umsóknir eru lagðar fyrir Alþingi tvisvar á ári, á vormánuðum og í desembermánuði.

Frestur til að leggja fram beiðni hjá Útlendingastofnun um að umsókn verði lögð fyrir Alþingi á vormánuðum 2016 er til og með þriðjudeginum 1. mars n.k.

Fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað fyrir beiðni um þingmeðferð. Á umsóknareyðublaðinu þarf umsækjandi að gefa almennar upplýsingar um sig og fjölskylduhagi sína og veita hnitmiðaðan rökstuðning fyrir beiðni til Alþingis um undanþágu frá ríkisborgaralögum. Auk rökstuðningsins er umsækjanda frjálst að leggja fram ítarlegri greinargerð um ástæður undanþágubeiðninnar. Gjald fyrir umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt er 15.000 kr. Nánar má lesa um afgreiðslugjald á heimasíðu Útlendingastofnunar ásamt því að nálgast eyðublað fyrir beiðni um þingmeðferð og upplýsingar um fylgigögn

 

 

Senda grein