Mansal á vinnumarkaði - Handbók

1.4.2016 Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands hefur gefið út handbókina Mansal á vinnumarkaði – einkenni og viðbrögð - Handbók fyrir starfsfólk stéttarfélaga. Handbókinni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, greina það og upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunur vaknar um mansal. Bókin er aðgengileg öllum og má nálgast hér

Starfsgreinasambandið býður einnig, í samráði við stýrihóp innanríkisráðuneytisins, upp á fræðslu um mansal fyrir starfsfólk, fagaðila og almenning.

Senda grein