Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk - Morgunmálþing Vinnumálastofnunar

19.4.2016 Fréttir

Vinnumálastofnun stendur fyrir morgunmálþingi miðvikudaginn 20. apríl þar sem til umræðu verður þörf vinnumarkaðarins fyrir aukið erlent starfsfólk. Ástæða þess að Vinnumálastofnun stendur fyrir málþinginu er mikilvægi umræðu og samtals um helstu áskoranir og þann ávinning sem þjóðfélagið hlýtur af slíkri þróun.

Málþingið fer fram í Gamla bíói við Ingólfsstræti 2a og stendur frá kl 9:00-12:00.

Boðið verður upp á kaffi og hressingu.

Félags- og húsnæðismálaráðherra Eygló Harðardóttir setur málþingið.

Frekari upplýsingar um frummælendur má nálgast í dagskrá sem nálgast má hér í viðburðinum.

Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Skráning fer fram í gegnum tengil hér í viðburðinum og inni á heimasíðu Vinnumálastofnunar

www.vmst.is
Senda grein