Bið á útgáfu dvalarleyfiskorta hjá Útlendingastofnun

25.5.2016 Fréttir

Útlendingastofnun vekur athygli á því að ekki er unnt að gefa út ný dvalarleyfiskort eins og er. Kortin hafa verið pöntuð og eru væntanleg í byrjun júní. Þangað til pöntunin berst verða aðeins gefin út dvalarleyfiskort þegar nauðsyn krefur vegna ferðalaga dvalarleyfishafa erlendis. Nauðsynlegt er að framvísa flugmiða í slíkum tilvikum. Sjá frétt á vef utl

Senda grein