Styrkveitingar úr þróunarsjóði innflytjendamála

23.6.2016 Fréttir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur úthlutað 9,5 milljónir króna í styrki úr þróunarsjóði innflytjenda. Hlutverk sjóðsins er að styðja og styrkja nýsköpunarverkefni sem tengjast málefnum innflytjenda, styðja við áherslur stjórnvalda og stuðla að framkvæmd verkefna sem tilgreind eru í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda.

Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum frá því hann var stofnaður árið 2007. Frá þeim tíma hafa styrkir verið veittir  til meira en 100 þróunarverkefna og rannsókna.

Við úthlutun styrkja að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á þróunarverkefni og rannsóknir þar sem áhersla er lögð á að virkja þann mannauð sem býr með innflytjendum með því að stuðla að aukinni þátttöku þeirra og sýnileika í samfélaginu.

Alls bárust 44 umsóknir í sjóðinn til margvíslegra verkefna. Þrettán þeirra hlutu styrk, samtals 9,503.000 króna; þrjár rannsóknir og tíu þróunarverkefni.

nánari upplýsingar hér

Senda grein