Fjölmenningarþing á Ísafirði

10.11.2016 Fréttir

Ísafjarðarbær mun blása til fjölmenningarþings laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þingið hefst það kl. 10 og gera áætlanir ráð fyrir að það standi til kl. 14. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Á fjölmenningarþinginu verður þjóðfundarformið nýtt og verður unnið í hópum með borðstjóra á fimm tungumálum; íslensku, ensku, pólsku, taílensku og þýsku.

Þingið er öllum opið. Óskað er eftir því að þátttakendur skrái þátttöku í netfangið saedis@isafjordur.is.

Senda grein