Viðmið um lágmarksframfærslu hækka um áramót

9.12.2016 Fréttir

Eitt af skilyrðum fyrir veitingu dvalarleyfis og ríkisborgaréttar á Íslandi er að umsækjandi geti sýnt fram á að framfærsla hans sé trygg. Útlendingastofnun miðar við útgefinn lágmarksframfærslustuðul Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Frá og með 1. janúar 2017 verður miðað við stuðul samþykktan af velferðarráði Reykjavíkurborgar þann 18. desember 2015. Lágmarksframfærsla einstaklings 18 ára og eldri miðast þá að lágmarki við 180.550 kr. á mánuði og 270.825 kr. á mánuði fyrir hjón. Upphæðir miðast við tekjur fyrir skatt. Sjá nánar á heimasíðu Útlendingastofnunar

Senda grein