Breyttar verklagsreglur um læknisrannsókn á fólki sem flytur til Íslands

9.1.2017 Fréttir

Sóttvarnarlæknir hefur uppfært verklagsreglur vegna fólks sem sækir um dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt nýjum verklagsreglum er mælt með læknisrannsókn á öllum einstaklingum sem sækja um dvalarleyfi á Íslandi burtséð frá því hversu lengi viðkomandi verður í landinu nema þeim sem koma frá EES, Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu Nýja-Sjálandi og/eða Ísrael. Einungis þeir sem munu fara úr landi nokkrum dögum eftir komu geta verið undanþegnir þessum leiðbeiningum

Mælt er með skimun fyrir sömu sjúkdómum og áður en bætt hefur verið við skimun fyrir lifrarbólgu C

Hægt er að lesa verklagsreglur Sóttvarnarlæknis á vef embættis landlæknis


Senda grein