Umsóknarfrestur um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála til 7. Apríl 2017
Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Við ákvörðun um styrkveitingar verður að þessu sinni lögð áhersla á eftirfarandi:
- Rannsóknar- og þróunarverkefni sem leggja áherslu á þau samfélagslegu áhrif sem fólk af erlendum uppruna hefur á íslenskt samfélag.
- Rannsóknar- og þróunarverkefni sem falla vel að áherslum þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016-2019 sem samþykkt var á Alþingi 20. september 2016.
- Rannsóknar- og þróunarverkefni sem stuðla að virkri þátttöku innflytjenda í samfélaginu og auka sýnileika þeirra.
- Önnur rannsóknar- og þróunarverkefni koma einnig til álita.
Lesa má fréttina í heild sinni á vef velferðarráðuneytisins