Breyttur opnunartími hjá Útlendingastofnun

7.4.2017 Fréttir

Vegna þátttöku Útlendingastofnunar í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar verða gerðar breytingar á afgreiðslutíma stofnunarinnar frá og með 10. apríl nk.

Frá og með 10. apríl nk. verða skiptiborð og afgreiðsla Útlendingastofnunar í Skógarhlíð 6 opin sem hér segir:

Mánudaga 9 til 14

Þriðjudaga – fimmtudaga 10 til 14

Föstudaga 9 til 12

 

Senda grein