Breytingar á þjónustu Fjölmenningarseturs - upplýsingasímar

4.7.2017 Fréttir

Frá og með 14. júní verður þjónustu  upplýsingasíma Fjölmenningarseturs breytt.   Frá og með þeim tíma verður ekki lengur hægt að  hafa samband og fá aðstoð  í gegnum upplýsingasíma á litháisku, taílensku, rússnesku, serbó/króatísku og pólsku á þriðjudögum frá kl 16.30 til 19.00 ( litháiski síminn frá kl 15.00 til 17.30). Hægt verður að senda fyrirspurnir á netföngin, lithaiska@mcc.is  tailenska@mcc.is   russneska@mcc.is  informacije@mcc.is og polska@mcc.is  og gefa upp nafn og símanúmer og haft verður samband í gegnum síma ef óskað er eftir.  Þá verður heldur ekki opið á skrifstofu Fjölmenningarseturs á þriðjudögum frá kl 16.00 til 19.00.

Skrifstofa Fjölmenningarseturs er opin frá kl 9.00 til 16.00 virka daga og er veittar upplýsingar og  aðstoð á íslensku og ensku á þeim tíma og á pólsku frá kl 9.00 til 12.30.  Senda má fyrirspurnir á netfangið mcc@mcc.is

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Fjölmenningarseturs www.mcc.is

Senda grein