Vegna breytinga hjá Útlendingastofnun

5.1.2018 Fréttir

Þessa dagana eiga sér stað breytingar á símsvörun hjá Útlendingastofnun. Af þeim sökum má búast við nokkurri bið á símatímum sérfræðinga og lögfræðinga, mánudaga til fimmtudaga milli 10 og 11, fyrir umsóknir í vinnslu.

Minnt er á að almennum fyrirspurnum er svarað alla virka daga á opnunartíma skiptiborðs.

Vegna flutninga Útlendingastofnunar á Dalveg 18 í Kópavogi mun myndavél stofnunarinnar vera óvirk fyrst um sinn.

Tilkynnt verður um það á heimasíðu stofnunarinnar þegar myndavélin er komin í gagnið.

Viðskiptavinum er bent á að hægt er að fara í myndatöku á skrifstofum sýslumanna.

Sjá fréttir á heimasíðu Útlendingastofnunar

Senda grein