Kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála 12. janúar

10.1.2018 Fréttir

Innflytjendaráð stendur fyrir opnum kynningarfundi 12. janúar sem ætlaður er þeim sem hyggjast sækja um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála sem auglýstir hafa verið lausir til umsóknar. Fundurinn verður haldinn á Nauthól og stendur frá kl. 9 - 11. Fjallað verður um umsóknarferlið, áherslur styrkveitinga að þessu sinni og um reglur sjóðsins. 

 

Sjá nánar á vef Velferðarráðuneytisins

Senda grein