Innflytjendur á Íslandi – Réttindi og skyldur Málþing í Gerðubergi

23.1.2018 Fréttir

Þann 3. febrúar 2018 stendur Arabísk íslenska menningarsetrið fyrir málþingi þar sem kynnt verður þjónusta hins opinbera við innflytjendur á Íslandi. Afar mikilvægt er að auka aðgengi innflytjenda að upplýsingum um réttindi þeirra og skyldur, svo þeim verður betur kleift að sameinast og aðlagast íslensku þjóðfélagi og því er efnt til þessa málþings. Málþingið fer fram á ensku og verður túlkað á arabísku og pólsku.

Vinnum saman að samfélagi jafnræðis og friðar

Laugardaginn 3. febrúar, frá kl. 13:00 – 15:00

Í menningarmiðstöðinni Gerðubergi

 

Dagskrá

-Kl. 13:00 - Setning málþings 

-Kl. 13:10 - Erindi frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar - Barbara Jean Kristvinsson – Stefna Reykjavíkur í málefnum innflytjenda

-Kl. 13:30 - Erindi frá velferðarráðuneytinu - Linda Rós Alfreðsdóttir – Störf ráðuneytisins fyrir innflytjendur, nýleg þróun

- Kl. 13:50 - Erindi frá Útlendingastofnun - Þórhildur Ósk Hagalín – Umfjöllun um atvinnuleyfi og leyfi til náms fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

-Kl. 14:10 - Erindi frá Rauða krossinum - Sigurður Árnason – Aðstoð Rauða krossins við innflytjendur og flóttafólk

-Kl. 14:30 – Umræður

-kl-14:50 - Arabíska - íslensk menningarsetrið -Jamil Kouwatli

-Kl. 15:00 - Lok málþings

Senda grein