Íslenskunámskeið Mímis

Skráning hafin

12.3.2018 Fréttir

Skráningar í íslenskuprófin hefjast mánudaginn 12. mars á www.mimir.is . Skráningar í próf alls staðar á landinu fer fram hjá Mími.

Skráningum lýkur föstudaginn 11. maí. Það er ekki hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfrestur rennur út.

Næstu íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin sem hér segir:

Akureyri: Þriðjudaginn 22. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Símey, Þórsstíg 4.

Ísafjörður. Miðvikudaginn 23. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12.

Egilsstaðir. Fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Austurbrú, Tjarnarbraut 39a.

 

Reykjavík:

Vikan 28. maí til 1. júní , frá mánudegi til föstudags (alla dagana) kl. 9.00 og kl. 13.00.

Prófin eru haldin hjá Mími, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

 

Prófgjald er 25.000 kr.

Framvísa þarf gildu skilríki áður en próf hefjast.

Senda grein