Trygg framfærsla (FS - utan)

Umsækjandi verður að geta sýnt fram á trygga framfærslu og er þá átt við eitthvað af eftirfarandi:

  • Atvinnutekjur eða fastar reglubundnar greiðslur.
  • Eigið fé (til dæmis inni á bankareikningi).
  • Greiðslur frá öðrum nánum fjölskyldumeðlimi (ef umsækjandi er barn undir 18 ára eða foreldri 67 ára og eldri).

Ef framfærsla er í formi atvinnutekna eða fastra reglubundinna greiðslna þarf að framvísa ráðningarsamningi, launaseðlum eða vottorði frá vinnuveitenda um starfshlutfall og ráðningartíma.

Ef um er að ræða eigið fé, sem umsækjandi notar til framfærslu, þá þarf það að vera í gjaldmiðli sem skráður er hjá Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is). Sama gildir um námslán eða námsstyrki vegna námsmanna.

Upplýsingar um viðmið vegna lágmarksframfærslu eru að finna á vef Útlendingastofnunar. Sjá hér

  • Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar frá ríki eða sveitarfélagi teljast ekki trygg framfærsla.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina