Sjúkratryggingar fyrir aðra en EES/EFTA ríkisborgara (FS - utan)

Umsækjandi þarf að kaupa sjúkratryggingu sem kallast sjúkrakostnaðartrygging hjá vátryggingafélagi sem er með starfsleyfi á Íslandi.

Tryggingin þarf að gilda í minnst sex mánuði frá skráningu lögheimilis eða þar til viðkomandi er búinn að ávinna sér rétt til að vera sjúkratryggður á Íslandi (nánari upplýsingar veita vátryggingafélögin; http://www.vordur.is, www.tm.is, www.vis.is, www.sjova.is ).

Börn og unglingar, yngri en 18 ára, eru sjúkratryggð með foreldrum sínum eða forsjármönnum. Sama gildir um kjörbörn, stjúpbörn og fósturbörn.

Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða hærra gjald fyrir heilbrigðisþjónustu. Upplýsingar um sjúkratryggingar og fleira eru að finna á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins (www.tr.is) og á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukra.is).

Til baka, Senda grein, Prenta greinina