Fylgigögn og vottorð (FS - utan)

Útlendingastofnun og fleiri stofnanir gera þær kröfur að öllum erlendum vottorðum, sem eru á öðrum tungumálum en ensku eða Norðurlandamáli (dönsku, norsku, sænsku eða finnsku), fylgi þýðing sem unnin er af löggiltum skjalaþýðanda.

Upplýsingar um löggilta skjalaþýðendur á Íslandi eru að finna á vefsíðu Félags dómtúlka og skjalaþýðenda (www.flds.is).

 

Áður en sótt er um dvalarleyfi á Íslandi þarf að útvega ýmis vottorð og gögn sem þurfa að fylgja með umsókninni. Það fer eftir tilgangi dvalar og tegundum leyfa hvaða fylgigagna er óskað. Upplýsingar um hvaða fylgigögn þurfa að fylgja í hverju tilviki eru á vefsíðu Útlendingastofnunar (www.utl.is).


Ef ástæða þykir til áskilur Útlendingastofnun sér rétt til að óska eftir staðfestingu á lögmæti erlendra vottorða. Um er að ræða annað hvort „apostille“-vottun frá heimaríki umsækjanda eða tvöfalda staðfestingu frá utanríkisráðuneyti í heimaríki og sendiráði viðkomandi ríkis á Íslandi eða næsta sendiráði (hafi viðkomandi ríki ekki sendiráð á Íslandi).

Nánari upplýsingar um apostille-vottun er að finna á vefsíðu HCCH. Sjá hér

Þau gögn (ef við á) sem nauðsynlegt er að skila í frumriti eru:

  • Sakavottorð.
  • Hjúskaparvottorð.
  • Fæðingarvottorð.
  • Forsjárgögn, skilnaðar- eða dánargögn.
  • Staðfesting á sambúð eða samvist.

Mikilvægt er að gildistími vegabréfs sé að minnsta kosti þrír mánuðir fram yfir áætlaðan dvalartíma.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina