Læknisrannsókn (FS - utan)

Í mörgum tilvikum þarf umsækjandi að undirgangast læknisrannsókn og skila læknisvottorði til Útlendingastofnunar. Þeir sem leggja fram erlent læknisvottorð yngra en þriggja mánaða, sem metið er fullnægjandi að mati læknis á Íslandi, þurfa ekki að fara í læknisskoðun hér á landi.

Íbúar frá EES-ríkjum (annarra en Rúmeníu og Búlgaríu), Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þurfa hvorki að framvísa læknisvottorði né undirgangast læknisrannsókn. Nánari upplýsingar eru á vef Fjölmenningarseturs (www.mcc.is/heilsa/laeknisskodun).

Til baka, Senda grein, Prenta greinina