Heilsa og heilbrigðisþjónusta

Efnisyfirlit flokks

Allir eiga rétt á neyðaraðstoð hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi.

Neyðaraðstoð, alvarleg slys og veikindi - 112

  • Sameiginlegt neyðarnúmer á Íslandi er 112
  • Hvar sem er á landinu er hægt að hingja í 112 og leita eftir hjálp
  • Allir geta hringt í 112 úr venjulegum síma (Iandlínu) og farsímum (GSM) þar sem samband næst

Heilsugæslustöðvar eru um allt land og í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Þar er veitt öll almenn heilbrigðisþjónusta og þangað leitar fólk jafnan fyrst vegna veikinda eða annarra heilsufarsvandamála.Læknisþjónusta

Heilsugæslustöðvar og læknisþjónusta - Heilsugæslustöðvar eru um allt land og í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Þar er veitt öll almenn heilbrigðisþjónusta og þangað leitar fólk jafnan fyrst vegna veikinda eða annarra heilsufarsvandamála. Upplýsingar um staðsetningu heilsugæslustöðva og hlutverk þeirra og starfsemi, meðal annars með tilliti til mæðraverndar, ungbarnaverndar og skólaheilsugæslu

Innlögn á sjúkrahús og bráðamóttaka - Upplýsingar um slysa- og bráðamóttökur og almennt um hvernig innlögn á sjúkrahús gengur fyrir sig

Læknisþjónusta utan opnunartíma heilsugæslustöðva - Upplýsingar um hvert fólk getur leitað eftir að hefðbundnum opnunartíma heilsugæslustöðva lýkur á kvöldin eða um helgar

Heilsuvernd rekur yfirgripsmikla heilbrigðisþjónustu. Vefsíða fyrirtækisins er á íslensku, ensku og pólsku

Húð og kynsjúkdómadeild - Upplýsingar um hvert skal leita ef grunur leikur á húð-, kyn- og smitsjúkdómum

Önnur þjónusta og heilbrigðsmál

Tannlæknaþjónusta - Almennar upplýsingar um tannlækna og hvernig hægt er að hafa samband við tannlæknavaktina, nayðarvakt Tannlæknafélags Íslands

Tannvernd barna - erlend tungumál

Læknisskoðun vegna dvalarleyfis - Upplýsingar um læknisskoðun vegna dvalarleyfis, hverskonar læknisskoðunar er krafist og hvar hún fer fram

Sjúkratryggingar - Upplýsingar um sjúkratryggingar, annars vegar fyrir ríkisborgara EES- og EFTA-ríkjanna og hinsvegar fyrir aðra en fyrrnefnda ríkisborgara

Lyf og apótek - Almennar upplýsingar um lyf og lyfjaverslanir á Íslandi

Túlkun innan heilbrigðisþjónustunnar - Sjúklingur sem ekki talar íslensku á samkvæmt lögum rétt á túlkun upplýsinga um heilsufar sitt, fyrirhugaða meðferð og önnur hugsanleg úrræði. Nánari upplýsingar um túlkun innan heilbrigðisþjónustunnar

Heilsuvernd og forvarnir - Upplýsingar um heilsuvernd og forvarnir og tenglar á efni sem Lýðheilsustöð hefur þýtt um forvarnir, heilsuvernd og fleira á mörg tungumálTil baka, Senda grein, Prenta greinina