Læknisskoðun vegna dvalarleyfis

  • Með umsókn um dvalarleyfi á Íslandi eiga þeir sem kom frá löndum utan EES svæðisins, að utanskildum Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Ástralíu og Nýja Sjálandi, að skila inn heilbrigðisvottorði til Útlendingastofnunar.
  • Heilbrigðisvottorð fæst að undangenginni læknisskoðun á Íslandi eða hafi umsækjendur um atvinnu- og dvalarleyfi fullgilt erlent læknisvottorð, að mati íslensks læknis og vottorðið er yngra en þriggja mánaða, þarf viðkomandi ekki að fara í læknisrannsókn hér á landi.
  • Læknisskoðunin er til þess að hægt sé útiloka ýmsa smitsjúkdóma, til dæmis berkla og lifrarbólgu, svo og sjúkdóma af völdum sníkjudýra í meltingarvegi, sem algengir eru sumstaðar erlendis en aftur á móti sjaldgæfir hér á landi.
  • Auk læknisskoðunar er yfirleitt tekin blóð- og þvagprufa, röntgenmynd af lungum, gert berklapróf og beðið um saursýni.
  • Miklu skiptir að fá greiningu og lækningu ef sjúkdómar eru fyrir hendi. Ef sjúkdómur greinist veitir spítalinn meðferð og lyf.
  • Vinnuveitandinn, eða sá sem sækir um dvalarleyfið, greiðir fyrir læknisskoðunina. Ef vinnuveitandi óskar sérstaklega eftir læknisrannsókn þá á hann að greiða fyrir hana sjálfur.
  • Mikilvægt er að útlendingar fari í læknisskoðun um leið og komið er til landsins. Þetta á sérstaklega við um þá sem ætla út á land, því læknisskoðun vegna dvalarleyfis á,  í flestum tilfellum, að fara fram á stofnunum sem eru staðsettar í Reykjavík.
  • Að lokinni læknisskoðun sendir læknir staðfestingarbréf til Útlendingastofnunar.

Hvar fer læknisskoðun vegna dvalarleyfis fram?

  • Læknisskoðun fyrir fullorðna fer fram á Göngudeild sóttvarna á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, og fyrir börn á Göngudeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut. Einnig er hægt að leita til Heilsuverndar, Álfheimum 74 í Reykjavík.
  • Í undantekningartilfellum má læknisskoðun vegna dvalarleyfis fara fram á öðrum heilsugæslustöðvum en nauðsynlegt er að það sé gert í samráði við áðurnefndar stofnanir. Best er því að hafa samband við stofnanirnar í Reykjavík, þar sem tímapantanir fara fram, og biðja um upplýsingar.

Göngudeild sóttvarnaGöngudeild sóttvarna (kort)

Álfabakki 16 109 Reykjavík

Sími (+354) 585-1390

Heilsuvernd-husnaedi

Heilsuvernd (kort)

Álfheimum 74, 7. hæð. 104 Reykjavík

Sími (+354) 510-6500


Barnaspítali HringsinsBarnaspítali Hringsins (kort)

Hringbraut 101 Reykjavík

Sími (+354) 543-3700

Vert að skoða

Upplýsingar um læknisskoðun er að finna á vefsíðu Landlæknis

Verklagsreglur frá Embætti landlæknis vegna læknisskoðunar á fólki sem flyst til Íslands

Vefur HeilsugæslunnarTil baka, Senda grein, Prenta greinina