Símaþjónusta

www.bodleid.is
simi
« fyrri
1 2

Símtöl til Íslands erlendis frá

Þegar hringja á til Íslands er landsnúmerið +354 valið og svo viðkomandi símanúmer, t.d. +354 450 3091.

Símtöl til útlanda frá Íslandi

Þegar hringja á frá Íslandi til annars lands þarf að hafa viðkomandi landsnúmer við hendina og má nálgast lista yfir þau hér.

  • Fyrst er 00 valið, svo landsnúmerið og að lokum erlenda símanúmerið sem hringja á í, t.d. 00 (44) 7816219546 þegar hringt er til Englands.
Allar nánari upplýsingar um símtöl til útlanda fást í síma 1811


Fyrirtæki og þjónustuaðilar

  • Á íslenskum símamarkaði starfa fimm fyrirtæki; Tal - Nova - SíminnVodafone. Ásamt almennri símaþjónustu bjóða þessi fyrirtæki upp á internettengingar og þjónustu.
  • Hjá flestum símafyrirtækjunum er hægt að nálgast farsímakort, símatengingar í heimahús og internettengingu og -aðgang.
  • Þegar keypt eru frelsiskort, fyrirframgreidd farsímakort af símafyrirtækjunum, má kaupa áfyllingu í flestum matvöruverslunum, bensínstöðvum og sjoppum víðast hvar á landinu. Einnig er hægt að kaupa símkort til þess að hringja til útlanda sem eru hagstæðari en hefðbundin kort.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina