Skráning aðseturs

 • Allir, 18 ára, og eldri sem flytja til Íslands til að búa eða vinna í stuttan tíma eiga að tilkynna aðsetur sitt til þess sveitarfélags sem dvalið er í innan 7 daga frá komu til landsins.
 • Norrænir ríkisborgarar þurfa að fylla út eyðublað sem heitir Flutningstilkynning frá Noðurlöndum til Íslands.
 • Aðrir þurfa að fylla út eyðublað sem kallast Flutningstilkynning - flutningur milli Íslands og ríkja utan Norðurlanda og setja þá viðkomandi land sem stað sem flutt er frá eða til.
 • Eyðublöðin er hægt að nálgast á skrifstofum sveitarfélaga eða rafrænt á vefsíðu Þjóðskrár: http://skra.is/Eydublod

Orðalisti á pólsku til útskýringar eyðublaðinu má nálgast hér

 • Mögulegt er að fylla út eyðublaðið á netinu en muna þarf að skrifa undir það. Eyðublaðið er einnig til á ensku.
 • Tilgreina þarf á eyðublaðinu alla þá sem flytja saman.
 • Flutninginn er líka hægt að tilkynna til Manntalsskrifstofu, Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu.
 • Foreldrar eða forráðamenn barna yngri en 18 ára verða að tilkynna þau líka.
 • Undanþegnir þessari skyldu eru þeir sem eru ekki að vinna og eru á Íslandi skemur en 3 mánuði.
 • Það þarf líka að tilkynna aðseturskipti áður en sjö dagar eru liðnir þegar flutt er á milli staða á Íslandi.
 • Aðsetur er ekki sama og lögheimili. Aðsetur getur verið hvar sem er.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina