Hátíðis- og frídagar

Stórhátíðisdagar

 • Nýársdagur (1. janúar)
 • Föstudagurinn langi
 • Páskadagur
 • Hvítasunnudagur
 • 17. júní (þjóðhátíðardagur Íslendinga)
 • Aðfangadagur (24. desember) eftir klukkan 12.00
 • Jóladagur (25. desember)
 • Gamlársdagur (31. desember) eftir klukkan 12.00

Ef unnið er á þessum dögum er greitt samkvæmt svokölluðum stórhátíðartaxta sem er hærri en hefðbundinn yfirvinnutaxti.

Almennir frídagar

 • Annar í jólum (26. desember)
 • Skírdagur
 • Annar í páskum
 • Sumardagurinn fyrsti
 • Uppstigningardagur
 • 1. maí (alþjóðlegur frídagur verkafólks)
 •  Annar í hvítasunnu
 • Fyrsti mánudagur í ágúst (frídagur verslunarmanna)

Þegar unnið er á þessum dögum er starfsmanni greitt yfirvinnukaup.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina