Póstþjónusta og flutningar

Bréf

  • Almenn póstþjónusta á Íslandi er í höndum Póstsins. Pósturinn er með útibú víða um land og má nálgast lista yfir útibú hér.

Sjá lista yfir póstnúmer á Íslandi

  • Hægt er að senda póst bæði innanlands og til útlanda með Póstinum á auðveldan hátt.
  • Aðalútibú Póstsins er í miðbæ Reykjavíkur, Pósthússtræti 3-5.
  • Það er hægt að kaupa frímerki í útibúum Póstsins, í flestum bókabúðum, bensínstöðvum og í matvöruverslunum Nóatúns. Einnig er hægt að panta frímerki á netinu á www.stamps.is
  • Þegar flutt er á milli húsa á Íslandi er mikilvægt að láta Póstinn vita. Hægt er að gera það í gegnum heimasíðu Póstsins.

Pakkar

  • Það er hægt að senda pakka með Póstinum en einnig eru önnur flutningsfyrirtæki á Íslandi sem sjá um slíka þjónustu eins og DHL og UPS.

Búslóðir og stærri hlutir

  • Þegar flytja þarf búslóð eða stærri hluti innanlands er hægt að hafa samband við Flytjanda og Landflutninga. Sömu fyrirtæki geta ráðlagt fólki þegar flytja þarf stærri hluti til útlanda.
  • Þá er hægt að panta sendiferðabíl þegar flutt er innanbæjar eða styttri vegalengdir hjá Sendibílastöðinni og Nýju sendibílastöðinni.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina